Vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Því er fullt tilefni til að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.
- Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin til að tryggja fræðslu um kynheilbrigði, mannréttindi og kynjajafnrétti í skólakerfinu. Undir það fellur meðal annars kynfræðsla, fræðsla um hinsegin málefni og fræðsla um fordóma og mismunun.
Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á gæðamenntun, heilsuvernd, vernd gegn ofbeldi og upplýsingum um málefni sem þau varða.
- Á Íslandi eru í gildi lög um kynrænt sjálfræði sem kveða á um rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar.
- Samkvæmt lögum 91/2008 um grunnskóla er rekstur þeirra á ábyrgð sveitarfélaga og samkvæmt Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum eiga grunnskólar að vinna markvisst að forvörnum barna og ungmenna þar sem hugað er að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Þær forvarnir fela meðal annars í sér víðtæka fræðslu, líkt og hér um ræðir.
Öll fræðsla tekur tillit til aldurs og þroska barna með farsæld, velferð, heilbrigði og hag þeirra að leiðarljósi.
- Hinsegin fræðsla er ekki kynfræðsla. Hinsegin fræðsla fjallar um fjölbreytileikann, hugtakaskýringar, virðingu og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum.
- Kynfræðsla snýst um að efla kynheilbrigði barna og unglinga þar sem rýnt er í félagslega, tilfinningalega, líkamlega og andlega þætti. Slík fræðsla er einnig hugsuð sem forvörn gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni.
- Veggspjöld tengd kynheilbrigðisátaki Viku6 eru unnin í samstarfi við unglinga sem hafa áhrif á þær áherslur sem settar eru fram hverju sinni. Veggspjöldin eru kynnt samhliða annarri fræðslu. Börn eru gjarnan útsett fyrir klámi og er veggspjöldunum ætlað að veita þeim upplýsingar og vera forvörn gegn áreitni og ofbeldi.
Við undirrituð styðjum við góða og vandaða hinsegin- og kynfræðslu í skólakerfinu.
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Reykjavíkurborg
Samband íslenskra sveitarfélaga
Umboðsmaður barna
Menntamálastofnun
Barnaheill
Samtökin '78
Heimili og skóli - Landssamtök foreldra
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember