Vel heppnað íbúaþing um lærdómssamfélagið Akranes
Íbúaþingið um lærdómssamfélagið Akranesi fór fram 2. október sl. í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þingið var vel sótt og mættu um 120 manns til þátttöku. Yfirskrift íbúaþingsins var með vísan til þess að í stofnunum bæjarins sé starfsfólk tilbúið til að læra og tileinka sér nýja hluti.
Þinginu var skipt í nokkra hluta, Bára Daðadóttir formaður skóla- og frístundaráðs setti þingið og fól Ársæli Má Arnarsyni prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands fundarstjórn. Fyrra erindi kvöldsins var í höndum Oddnýjar Sturludóttur menntunarfræðings en hún fjallaði um eðli þeirra samfélaga sem læra. Seinna erindið flutti Viktor Elvar Viktorsson en hann dró upp reynslu sína sem fyrrum nemenda og nú sem foreldri barna í skóla- og frístundastarfi á Akranesi. Eftir erindin voru málstofur en þátttakendur sóttu tvær stuttar kynningar. Eftir súpu og brauð var farið í borðvinnu í anda þjóðfundar. Umræðan í hópunum var góð og mikill hugur í fólki, helstu niðurstöður úr vinnunni verða teknar saman og nýttar í vinnu við menntastefnu Akraneskaupstaðar.
Við þökkum öllum þeim sem sóttu þingið kærlega fyrir þátttökuna.
Hér á YouTube rás Akraneskaupstaðar má sjá skemmtileg myndbönd sem voru gerð af tilefni þingsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember