Vel heppnuð heimsókn á Akranesi í tengslum við norrænt verkefni um samkeppnishæfni bæja
Daganna 19.-21. september síðastliðinn komu á vinnufund til Akraness samstarfsaðilar bæjarins í Norrænu verkefni ásamt ráðgjöfum. Þetta er tveggja ára verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og nefnist Attractive Towns. Green redevelopment and competitiveness in Nordic urban regions. Towns that provide a good life for all eða Aðlaðandi bæir, umhverfisvæn endurnýjun og samkeppnishæfni í norrænum þéttbýlum. Bæir sem veita fólki góð lífsskilyrði. En margir litlir og meðalstórir bæir á Norðurlöndunum eru að takast á við svipuð vandamál, einhæfan vinnumarkað og mikla flutninga á fólki. Ungt fólk sækir í borgirnar þar sem fjölbreytni er meiri í atvinnu og mannlífi. Markmið verkefnisins er að bregðast við þessu með að undirbúa sameiginlega norræna áætlun um hvernig bæir og nærliggjandi svæði þeirra geta aukið samkeppnishæfni sína og bætt lífsgæði íbúanna með umhverfisvænni þróun og um leið verið efnahagslega og félagslega sjálfbær. Samhliða er verið að axla þá ábyrgð sem fylgir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulaginu. Unnið verður með kortlagningu, þróun og notkun aðferða til að meta sjálfbærni í þéttbýli og auka samkeppnishæfni.
Fulltrúar þeirra 17 norrænu bæja sem taka þátt í verkefninu munu deila þekkingu milli norrænna stjórnenda, stjórnsýslu og fræðasviða. Niðurstaðan á að vera sameiginleg norræn áætlun. Með Akranesi í hóp eru Vaxjö í Svíþjóð, Middelfart í Danmörku og Salo í Finnlandi. En hópurinn hefur ákveðið að vinna sérstaklega með lífsgæði og atvinnusköpun á breytingarsvæðum eð e. Liveability and business attractiveness in urban transformation.
Hópurinn gisti í Kirkjuhvoli en vinnufundir voru í bæjarþingsalnum á bæjarskrifstofunni. Á Akranesi fékk hópurinn að upplifa allt það besta sem bærinn hefur uppá bjóða. Dagskráin hófst með kynningu frá bæjarstjóra og kynningu á nýsköpunarverkefnum nemenda LbhÍ um Akranes. Þá tók við þriggja tíma kynninsferð á hjólum um bæinn sem tókst afar vel eða eins og haft var eftir einum gestanna ”Tak for en fantastisk dag og ikke mindst cykeltur rundt i Akranes”. Norrænu vinir okkar sem eru flestir skipulagsfræðingar eða arkitektar lýstu yfir mikilli ánægju með Guðlaugu og mynduðu svæðið í bak og fyrir. Þeir höfðu mikinn áhuga á hvernig við byggjum og byggðaþróun á Akranesi, innviðum samfélagsins og síðast en ekki síst náttúrunni og veðrinu, en það blés hressilega um gestina á hjólunum.
Verkefnið er leitt áfram af ráðgjöfum í heimsklassa á sínu sviði sem m.a. hafa unnið að endurmótun og hönnun svæða eins og Highline í New York eða Nýju Jórvík. Ráðgjafarnir eru; borgarþróunarsérfræðingurinn Mette Lis Andersen, stjórnarformaður KADKD sem einnig hefur gengt ábyrgðarstöðum í Københavns Kommune, DSB og Hillerød Kommune. Lin Skaufel sem hefur mikla alþjóðlega reynslu af þróunarsvæðum, hefur verið meðhöfundur í nokkrum metnaðarfyllstu borgarverkefnum heims í Mexíkóborg, London, Muscat, Osló, Kaupmannahöfn og Istanbúl í starfi sínu hjá Gehl Architects þar sem hún var hluti af stjórnendum í 15 ár en rekur núna eigið fyrirtæki, Everyday Studio og Maria Margaretha Lindgren Nielsen arkitekt og ráðgjafi hjá Arkitema, stærstu arkitektastofu Danmerkur. Það er mikill fengur fyrir Akranes að geta fengið ráð og greiningu frá þessum aðilum. Tengiliðir Akranes í verkefninu eru Sindri Birgisson umhverfisstjóri og Helena Guttormsdóttir lektor LbhÍ.
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í heimsókninni.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember