Vel lukkuð vika6 fyrir ungmenni á Akranesi vikuna 3. - 7. febrúar
Akraneskaupstaður hefur tekið þátt í Vika6 verkefninu frá upphafi og lét sig aldeilis ekki vanta í ár. Félagsmiðstöðin okkar vann í góðri samvinnu við forvarnarteymi grunnskólanna og Jafnréttisskóla Reykjavíkur við undirbúning og framkvæmd vikunnar. Vika6 er sjötta vika hvers árs og fór hún fram dagana 3.–7. febrúar í ár.
Tilgangur með Viku6 er að hvetja starfsfólk í skóla- og frístundastarfi til þess að bæta fræðslu og kennslu í kynheilbrigðismálum. Vika6 er unnin út frá tilmælum UNESCO um alhliða kynfræðslu þar sem lögð er áhersla á allar hliðar kynheilbrigðis; andlegar, tilfinningalegar, líkamlegar og félagslegar. Sveitarfélög setja kynheilbrigði í forgrunn þessa viku og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu á öllum skólastigum.
Í skólunum okkar var lögð áhersla á kynfræðslu og kynheilbriði á öllum skólastigum. Í Arndal var boðið var upp á trúnó og leira kynfæri, Sex Quiz, glæsilegu þáttarröðin Sex education svo eitthvað megi nefna.
Samkvæmt fræðslulögum eiga öll börn að fá kynfræðslu á öllum skólastigum. Með því að veita góða kynfræðslu erum við:
- Að þjálfa börn og unglinga í að koma auga á og virða sín eigin mörk og mörk annarra. Að þau átti sig á að hver einstaklingur er einstakur og mörk fólks geta verið misjöfn.
- Að auka þekkingu barna og unglinga varðandi kyn, kynvitund og kynhneigð, líkama, tilfinningar, réttindi, samskipti og kynheilbrigði.
- Að efla sjálfsmynd barna og unglinga og þjálfa þau í gagnrýnni hugsun. Að efla þau í að taka ákvarðanir sem valda þeim og öðrum vellíðan en ekki skaða.
- Að gera börn og unglinga meðvituð um kynheilsu sína og hvetja þau til að velja og hafna út frá sínum eigin forsendum en með virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi að leiðarljósi.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember