Velferðar- og mannréttindasvið innleiðir hugmyndafræðina um þjónandi leiðsögn
Þann 14. maí var haldið grunnnámskeið í Þjónandi leiðsögn fyrir allt starfsfólk velferðar- og mannréttindasviðs. Námskeiðið var haldið 2x sama daginn, það fyrra frá kl. 9-12 og það seinna frá kl. 13-16. Ástæða þess að skipta þessu svona niður var að gefa sem flestum starfsmönnum sviðsins tækifæri til að sækja námskeiðið. Námskeiðið var haldið við frábærar aðstæður í nýju Frístundamiðstöðinni við Garðavöll. Námskeiðshaldari var Arne Friðrik Karlsson og kynnti hann grunnstoðir hugmyndafræðinnar um þjónandi leiðsögn.
Þjónandi leiðsögn byggir á einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda eru þungamiðjan. Mannleg gildi, vinátta, umhyggja, tengsl og hvatning eru grundvallaratriði í öllum samskiptum. Lögð er áhersla á að nálgast einstaklinginn með alúð, vináttu og umhyggju og hvetja hann til að setja sér markmið og veita aðstoð við að ná þeim.
Grunnstoðir þjónandi leiðsagnar eru fjórar:
- Að upplifa sig öruggan
- Fá umhyggju og kærleika
- Veita umhyggju og kærleika
- Að vera þátttakandi
Almenn ánægja var með námskeiðið hjá starfsmönnun en um 100 starfsmenn frá velferðar- og mannréttindasviði og frístundamiðstöðinni Þorpinu sátu námskeiðin.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember