Velheppnað íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi
Íbúaþing um farsæl efri ár var haldið á Akranesi þann 27. september síðastliðinn. Þingið fór fram í Grundaskóla og tókst það einstaklega vel. Þátttakendur þingsins voru um 90 talsins og var það Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun ehf. sem stýrði því. Markmið íbúaþingsins var að leita svara við eftirfarandi spurningum:
- Hvað er gott við að eldast á Akranesi?
- Hvernig viltu sjá málefni eldri borgara á Akranesi þróast?
- Hvernig getur Akraneskaupstaður stuðlað að farsælum efri árum?
- Hvað getum við sem einstaklingar gert til að stuðla að farsælum efri árum?
Miklar og góðar umræður mynduðust í hópum en unnið var eftir þjóðfundarfyrirkomulaginu á þinginu. Niðurstöður þingsins verða sendar þátttakendum og birtar opinberlega í lok október. Þá verða niðurstöðurnar nýttar til stefnumótunar í málefnum eldri íbúa Akraness.
Akraneskaupstaður sendir öllum þátttakendum og þeim sem stóðu að undirbúningi þingsins bestu þakkir fyrir ánægjulega samvinnu og samveru.
Hér má skoða myndir af íbúaþinginu sem Jónas Hallgrímur Ottósson tók:
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember