Verkefni öldungaráðs Akraness á liðnu ári
Öldungaráð Akraness hélt sinn fyrsta fund í apríl 2019. Ráðið hefur haldið sjö fundi ásamt því að taka þátt í ýmsum viðburðum er tengjast málefnum eldra fólks.
Þau verkefni sem ráðið hefur meðal annars komið að er heilsueflandi samfélag, framtíðaruppbygging á Jaðarsbökkum, ályktun um aukningu hjúkrunarrýma á Höfða auk þess sem það hefur fjallað um lagabreytingar og fleira. Ráðið hefur fengið kynningu á þeirri þjónustu sem bæjarfélagið veitir aldurshópnum 67 ára og eldri. Þá hefur formaður ráðsins stýrt tveimur umræðufundum sem báru yfirskriftirnar, ,,Leitin að hamingjunni‘‘ en þar er viðfangsefnið hamingja hjá eldra fólki og „Við erum til“ sem fjallar um virkni eldra fólks.
Í öldungaráði sitja:
- Fulltrúar félags eldri borgara (FEBAN) eru Jóna Ágústa Adolfsdóttir, Elí Halldórsson og Þjóðbjörn Hannesson. Varamaður er Viðar Einarsson.
- Fulltrúar kosnir af bæjarstjórn eru Liv Åse Skarstad, Elínborg Magnúsdóttir og Kristján Sveinsson. Varamaður er Ragnheiður Stefánsdóttir.
- Heilbrigðisstofnun Vesturlands skipar einn fulltrúa sem er Ragnheiður Helgadóttir.
- Formaður ráðsins er Liv Åse Skarstad og varaformaður er Elí Halldórsson.
- Starfsmenn Öldungaráðs eru Sveinborg Kristjánsdóttir og Laufey Jónsdóttir.
Ráðið heldur þrjá fundi á hverju misseri eða samtals sex fundi á ári. Fundargerðir öldungaráðs eru aðgengilegar hér.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember