Vígsla pottasvæðis á Jaðarsbökkum
Laugardaginn 26. ágúst síðastliðinn var nýtt pottasvæði á Jaðarsbökkum formlega opnað. Þeir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Þórður Guðjónsson formaður skóla- og frístundaráðs vígðu svæðið með því að klippa á borða og buðu fyrstu gesti dagsins velkomna. Ókeypis var í sund alla helgina og fengu gestir ís að loknu sundi í boði Akraneskaupstaðar.
Við hönnun svæðisins var horft til að útlit þess yrði sem fallegast, þægindi sundlaugagesta væri í fyrirrúmi og að bætt útsýni væri frá svæðinu. Þeir aðilar sem komu að hönnuninni voru Basalt og Mannvit og sá Liska um hönnun lýsingar á svæðinu. Framkvæmdin fólst síðan í því að gerðir yrðu þrír pottar, þ.e. vaðlaug, pottur án nudds og pottur með nuddi. Yfirborðsefni á svæðinu var endurnýjað þ.e. settar niður gúmmíhellur svo að mjúkt yrði undir fætur sundlaugagesta. Nýtt eftirlitskerfi var tekið upp, lýsing endurnýjuð og nýr stýri- og hreinsibúnaður tekinn í notkun. Að lokum var girðing fjarlægð og sett upp ný sem veitir gestum útsýni út á haf. Verktakar sem komu að verkinu voru GS Import, Pípulagningaþjónustan ehf. og Rafþjónusta Sigurdórs. Undirverktakar voru MVM múrarar, Skóflan, Hafsteinn Daníelsson og Blikksmiðja Guðmundar. Eftirlit og stýring verks var á höndum Akraneskaupstaðar.
Hér fyrir neðan má skoða myndir sem teknar voru sl. laugardag.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember