Viljayfirlýsing undirrituð milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness
Þann 18. maí síðastliðinn undirrituðu fulltrúar Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness viljayfirlýsingu um endurnýjun samnings um íþrótta- og æskulýðsstarf á Akranesi. Viljayfirlýsingin hefur verið lögð fram til kynningar í skóla- og frístundaráði og bæjarráði og er stefnt er að undirskrift samningsins fyrir 1. október næstkomandi.
Akraneskaupstaður og Íþróttabandalagið hafa um langt árabil átt í góðu og mikilvægu samstarfi á sviði æskulýðsmála, íþrótta- og afreksstarfs, almenningsíþrótta, rekstur íþróttamannvirkja og margskyns forvarna. Meginmarkmið þessa samstarfs er að skapa þróttmikið, heilbrigt og gott samfélag fyrir börn og fullorðna og að í boði séu fjölbreytt tækifæri til að stunda íþróttir og æskulýðsstarf. „Það er okkar einlæga markmið að viðhalda og styrkja samstarfið á milli bæjarins og íþróttabandalagsins. Eins og fram kemur í fyrsta markmiðinu í viljayfirlýsingunni viljum við að á Akranesi sé rekin íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í fremstu röð á Íslandi, það verður ekki öðruvísi gert en með góðu og árangursríku samstarfi. Við erum ÍA, það er staðreynd.“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi. „Það er hagsmunamál beggja aðila að halda úti öflugu íþróttastarfi á Akranesi, við erum virkilega ánægð með gott samstarf“ segir Marella Steinsdóttir formaður Íþróttabandalags Akraness
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember