Fara í efni  

Viltu vinna með börnum? Akraneskaupstaður leitar eftir dagforeldrum til starfa á Akranesi

Akraneskaupstaður leitar eftir dagforeldrum til starfa á Akranesi. Dagforeldrar starfa eftir reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum Félagsmálaráðuneytis. Dagforeldrar eru sjálfstæðir verktakar en Akraneskaupstaður hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra. Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi er að finna hér og einnig má nálgast frekari upplýsingar hér.

Nánari upplýsingar er veitir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Akraneskaupstaðar í síma 433-1000, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið skolifristund@akranes.is

Réttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra hefur verið haldið af Námsflokkum Hafnarfjarðar og Akraneskaupstaður niðurgreiðir hluta af námsgjaldi. Næsta námskeið er ráðgert að hefjist 13. febrúar nk. 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00