Fara í efni  

Vinningshafi í eldvarnargetraun

Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri og Sigurður Pétur vinningshafi eldvarnargetraunar.
Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri og Sigurður Pétur vinningshafi eldvarnargetraunar.

Sigurður Pétur Bjarkason nemandi í þriðja bekk í Brekkubæjarskóla fékk viðurkenningu fyrir eldvarnargetraun sem Landsamband slökkviliðsmanna og sjúkraflutningsmanna stendur fyrir árlega. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri fór og afhenti Sigurði viðurkenningarskjal ásamt reykskynjara og fleiri skemmtilegum hlutum þann 23. febrúar síðastliðinn. Þann dag var einmitt rýmingaræfing á vegum skólans.  

Þriðji bekkur beggja grunnskólanna á Akranesi heimsótti slökkviliðsstöðina í desember síðastliðnum og fékk þar kynningu á starfsemi slökkviliðsins ásamt almennri kynningu á eldvörnum. Þessi liður er hluti af árlegu eldvarnarátaki  landsambandsins sem var haldið í 22. skiptið á síðastliðnu ári. 

Nemendur í Brekkubæjarskóla Nemendur í Grundaskóla


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00