Vintage pictures taka upp íslenska kvikmynd á Akranesi
Framleiðslufyrirtækið Vintage pictures er staðsett um þessar mundir á Akranesi til þess að taka upp íslenska kvikmynd. Kvikmyndin heitir Hey hó Agnes Cho og gerist hún að mestu leyti á Akranesi. Um er að ræða dramatíska kvikmynd með húmor, eins og þær gerast best. Leikstjóri myndarinnar er Silja Hauksdóttir.
Tökur standa yfir frá og með deginum í dag, þann 15. október til og með 9. nóvember. Tökurnar fara fram víðsvegar um Akranes og gætu íbúar orðið aðeins varir við þær. Tökur fara m.a. fram í Jaðarsbakkalaug í vikunni, laugin verður samt sem áður opin á meðan, Kirkjubraut, Suðurgötu, Þjóðbraut, Sementsverksmiðjunni og á fleiri stöðum. „Við höfum reynt að leggja okkur fram við að vinna þetta verkefni í samstarfi við bæjarbúa og gerum okkar allra besta til að valda sem minnstu raski. Við biðjumst innilega velvirðingar á þeirri truflun sem við kunnum að valda á lífi ykkar og starfi og þökkum jafnframt fyrir þá auðsýndu aðstoð, þolinmæði og einstöku góðmennsku sem við höfum mætt í bænum ykkar.“ er haft eftir Birnu Hjaltalín Pálmadóttur tökustaðastjóra.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember