Vökudagar á enda
Menningarhátíðin Vökudagar fór fram 26. október - 5. nóvember. Á dagskrá hátíðarinnar í ár var góð blanda af árlegum viðburðum og nýjungum. Meðal þeirra árlegu má nefna rithöfundakvöld á Bókasafni sem var afar vel sótt og tónleikana Ungir Gamlir þar sem nemendur í grunnskólunum og tónlistarskólanum koma fram með kennurum sínum ásamt þjóðþekktu tónlistarfólki. Í ár var það Páll Óskar Hjálmtýrsson sem kom fram á þeim tónleikum. Meðal nýjunga má nefna Hrekkjarvöku á Byggðasafninu, göngu um Sementsverksmiðjuna og sérstaka barnamenningarhátíð sem var í stóru hlutverki í ár. Auk þessa voru málverk, ljósmyndir, leirlistaverk og ýmis konar handverk til sýnis víða um bæinn. Þá var jafnframt boðið uppá bókmenntagöngu, bíósýningu, spunaleikhús, tónleika og svo mætti lengi áfram telja.
Akraneskaupstaður þakkar öllum þeim sem stóðu fyrir viðburðum, þeim sem fram komu og þeim sem sóttu viðburði kærlega fyrir ánægjulega daga. Hér má sjá myndir frá Vökudögum en flestar þeirra eru frá Myndsmiðjunni.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember