Vökudagar á næsta leiti
Menningarhátíðin Vökudagar hefst fimmtudaginn 27. október næstkomandi og stendur til sunnudagsins 6. nóvember. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Miðvikudagskvöldið 26. október verður þjófstartað með Upptakti á Bókasafni Akraness. Íslenskur djass mun hljóma frá söngnemendum Tónlistarskólans á Akranesi ásamt hljómsveit skipaðri stórskotaliði kennara við skólann. Á fimmtudeginum 27. október kl. 17:00 verða Vökudagar settir og Menningarverðlaun Akraness 2016 veitt í Safnaskálanum á Byggðasafninu í Görðum en þar eru einmitt þrjár sýningar að opna á þeim degi. Fleiri viðburðir munu opna um allan bæ á þessum degi og um kvöldið verða m.a. tónleikar í Akranesvita. Dagana á eftir opna listsýningar af öllu tagi víða um bæinn. Á kosningadeginum, 29. október verður mikið um að vera og m.a. opin hús í listasmiðjum og galleríum.
Nánari upplýsingar um alla viðburði má finna hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember