Vökudagar formlega opnaðir
Menningarhátíðin Vökudagar var sett á Akranesi í gær en hátíðin er nú haldin í þrettánda sinn. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri setti hátíðina og opnaði jafnframt sýninguna Lengi býr að fyrstu gerð, tónlistararfur frá Kirkjuhvoli.
Sýningin fjallar um tónlistarkonur sem tengjast Akranesi. Það eru þær Kirstín Katrín Pétursdóttur, dóttir hennar Valgerður Lárusdóttir Briem og dóttir hennar og barnabarn Kirstínar, Halldóra Valgerður Briem. Eins og segir í kynningartexta um sýninguna þá báru þær með sér arf tónlistar í söng og píanóleik úr uppeldi sínu og miðluðu þeim arfi til afkomenda. Kirsten er talin eitt elsta kventónskáld Íslands. Það var starfsfólk Bókasafns Akraness sem undirbjó sýninguna og naut liðsinnis Valgerðar Bergsdóttur sem er systurdóttir Halldóru Briem. Valgerður mætti við opnunina ásamt Valgerði Backman dóttur sinni. Bæjarstjóri færði Valgerði blómvönd fyrir hönd Akraneskaupstaðar með þakklæti fyrir hennar framlag.
Sýningin er opin alla Vökudagana á opnunartíma bókasafnsins en laugardaginn 7. nóvember mun Una Margrét Jónsdóttir halda fyrirlestur um konurnar þrjár og framlag þeirra til íslenskrar tónlistar ásamt því að leikin verður tónlist eftir þær sem nemendur Tónlistarskólans á Akranesi munu flytja.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember