Fara í efni  

Vökudögum lýkur sunnudaginn 6. nóvember

Frá sinfoníutónleikum Tónlistarskólans á Akranesi á Vökudögum
Frá sinfoníutónleikum Tónlistarskólans á Akranesi á Vökudögum

Undanfarna daga hefur menningarhátíðin Vökudagar farið fram og hefur aðsókn á viðburði verið afar góð. Nú um helgina eru síðustu dagar hátíðarinnar og ýmislegt spennandi á boðstólum. Meðal viðburða um helgina eru tónleikar, kvikmyndasýning, kökuhlaðborð með listfenglegu ívafi, bókmenntaganga, sýning og sala á handverki og listviðburður mæðgina í heimahúsi. Fjölmargar listsýningar eru í gangi um allan bæ, má þar meðal annars nefna:

  • Ljósmyndasýningar í; Akranesvita, Tónlistarskóla Akraness, rými við hlið Krónunnar og á hjúkrunar og dvalarheimilinu Höfða.
  • Myndlistarsýningar á; Brekkubraut 1, Café Kaja, Gallerí Bjarni Þór, HVE, Höfða, Skökkinni og Smiðjuvöllum 32.
  • Aðrar listsýningar í: Guðnýjarstofu, Garðakaffi, Bókasafni Akraness, í matsal Sementsverksmiðjunnar og í Pennanum-Eymundsson

Upplýsingar um opnunartíma einstakra sýninga eru hér í viðburðadagatali á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Fólki er bent á opnunartími sýninga er mismunandi og ekki opið alla daga á þeim öllum. Hér má skoða myndir sem teknar hafa verið á Vökudögum í ár. 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00