Vorhreinsun dagana 25. apríl - 9. maí 2021
Akraneskaupstaður hvetur alla bæjarbúa, unga sem aldna sem og fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og fegrun umhverfisins á Akranesi, bæði í nærumhverfi og á förnum vegi.
Hvatning er að hreinsa og fegra lóðir og umhverfi en einnig má sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvitund og ánægjan af því að fara út og hreyfa sig verður margfalt meiri. Nú er akkúrat tíminn þar sem rusl er áberandi, snjórinn að fara og gróðurinn að taka við sér, það gerir ruslatínslu auðveldari og kjörið tækifæri til að hreyfa sig og fegra umhverfið í leiðinni.
Dagur umhverfisins er þann 25. apríl næstkomandi og þykir tilvalið að byrja hreinsun þann dag. Grenndarstöðvar verða staðsettar á þremur stöðum í bænum, við Akraneshöll, Bíóhöllin og við Kalmansbraut og geta íbúar og hópar skilað þar endurgjaldslaust því sem saman safnast. Ætlast er til sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum. Stöðvarnar standa til 9. maí næstkomandi.
Íþróttabandalag Akraness hefur sl. ár tekið þátt í þessum viðburði með aðildarfélögum sínum. Í ár verður því frestað fram á haust þar sem ekki þykir skynsamlegt að efna til hópmyndunar. ÍA og Akraneskaupstaður stefna á átak í kringum dag íslenskrar náttúru sem haldinn er árlega 16. september.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember