Yfirlýsing bæjarstjórnar Akraness vegna kjaraviðræðna
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar fylgist náið með viðræðum Samtaka atvinnulífsins og landssambanda og stærstu stéttarfélaga innan ASÍ.
Líkt og fram kom í fjárhagsáætlunargerð sem og í málflutningi bæjarfulltrúa í seinni umræðu um fjárhagsáætlun á bæjarstjórnarfundi þann 14.desember síðastliðinn þá mun Akraneskaupstaður ekki láta sitt eftir liggja ef samið verður á grundvelli þjóðarsáttar.
Eitt mikilvægasta verkefnið í komandi kjaraviðræðum er að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hefur hart niður á sveitarfélögum, heimilum og fyrirtækjum.
Til að það markmið náist verðum við sveitarfélög, aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki landsins og ríki að leggjast á eitt og getur enginn skorast undan ábyrgð.
Undangengin ár hefur bæjarstjórn Akraness lagt áherslu á að stilla gjaldskrárhækkunum í hóf, enda hafa gjaldskrár bæjarins hlutfallslega lækkað og hækkuðu t.d. ekki í fyrra barnafjölskyldum til heilla.
Eigi að síður vill bæjarstjórn með þessari yfirlýsingu lýsa sig reiðubúna til að taka upp og endurskoða gjaldskrárhækkanir, verði af þjóðarsátt allra þeirra aðila sem nefndir eru hér að ofan.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember