Yfirlýsing frá bæjarstjórn Akraness
Bæjarstjórn Akraness fagnar áformum fiskvinnslufyrirtækisins Ísfisks hf um að hefja starfsemi á Akranesi í kjölfar þess að náðst hefur samkomulag um kaup félagsins á hluta fasteigna HB Granda hf að Bárugötu 8-10 á Akranesi.
Bæjarstjórn býður fyrirtækið og starfsfólk þess hjartanlega velkomið í bæjarfélagið og er það góð viðbót við þá fjölbreyttu atvinnustarfsemi sem þegar er til staðar á Akranesi og mun styrkja fiskvinnslu á Akranesi og afleidda starfsemi. Ánægjulegt er að forsvarsmenn HB Granda hafi unnið markvisst að því að ljúka samningum við Ísfisk í dag þegar bolfiskvinnslu HB Granda á Akranesi stöðvast.
Er það von bæjarstjórnar að í þessu felist enn frekari tækifæri fyrir fiskvinnslu á Akranesi sem tryggi okkar fólki og nýjum íbúum með sérhæfingu á þessu sviði fleiri stoðir en eru til staðar í dag. Áfram verður unnið að frekari lausnum svo Akraneshöfn muni styrkjast sem fiskihöfn, þannig að Akranes verði áfram rótgróinn útgerðarbær og það skapist farvegur fyrir frekari nýsköpun og atvinnusókn.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember