Yfirlýsing frá bæjarstjórn vegna gjaldþrots Skagans 3X
Þungar fréttir berast nú úr atvinnulífinu hér á Akranesi, en Skaginn 3X hefur óskað eftir að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta rótgróna fyrirtæki hefur um árabil verið eitt stærsta og glæsilegasta fyrirtæki bæjarins og hefur auk þess að skapa miklar tekjur fyrir samfélag okkar, verið í fararbroddi á sínu sviði hvað hugvit og tækniþróun varðar.
Gjaldþrot Skagans 3X er mikið áfall fyrir samfélagið hér á Akranesi en verst bitnar það á 128 starfsmönnum fyrirtækisins og fjölskyldum þeirra. Hugur bæjaryfirvalda er hjá þessu fólki sem nú sér fram á að missa atvinnu og lífsviðurværi sitt.
Við trúum og vonum að starfsemi Skagans 3X verði endurreist, því áralangt farsælt starf þess hefur skilið hér eftir hugvit, þekkingu og reynslu sem er dýrmæt fyrir atvinnulífið og samfélagið hér á Akranesi. Bæjaryfirvöld á Akranesi munu hér eftir sem hingað til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða og greiða leið þeirra sem vilja staðsetja rekstur sinna fyrirtækja hér í okkar góða bæ.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember