Fara í efni  

Fréttir

Innritun í leikskóla haustið 2018

Nú líður að innritun í leikskóla fyrir haustið 2018 og bendum við foreldrum/forráðamönnum barna fæddum 2016 og barna fæddum frá janúar til mars 2017 að sækja um leikskólapláss fyrir 26. febrúar næstkomandi. Sækja skal um rafrænt í gegnum íbúagátt Akraneskaupstaðar á www.ibuagatt.akranes.is.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 13. febrúar

1268. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. febrúar næstkomandi kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira

Mikil ásókn í nýjar lóðir á Akranesi

Akraneskaupstaður auglýsti um miðjan janúar síðastliðinn nýjar fjölbýlishúsalóðir í Skógarhverfi 1. og 2. áfanga lausar til umsóknar. Um var að ræða átta par- og raðhúsalóðir við Álfalund og Akralund með samtals 28 íbúðum og tólf fjölbýlishúsalóðir við Asparskóga með um 150 íbúðum. Umsóknarfrestur rann út miðvikudaginn 7. febrúar síðastliðinn.
Lesa meira

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 23. janúar síðastliðinn að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Opið hús hjá Slökkviliðinu á 112 deginum

Sunnudaginn 11. febrúar frá kl. 13-16 verður opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar af tilefni 112 dagsins. Fróðleg og skemmtileg dagskrá er í boði, meðal annars kynning á starfi Slökkviliðsins og Björgunarfélags Akraness. Lögreglan og sjúkraflutningsmenn verða á staðnum sem og einnig Rauði Krossinn sem mun kynna þjálfun í skyndihjálp.
Lesa meira

Álagning fasteignagjalda ársins 2018

Álagningu fasteignagjalda á Akranesi fyrir árið 2018 er nú lokið. Greiðsluseðlar vegna fyrsta gjalddaga hafa verið póstlagðir. Gjalddagar fasteignagjalda sem eru umfram kr. 17.000 fyrir árið 2018 eru 15. hvers mánaðar frá janúar til og með október. Gjalddagi fasteignagjalda sem eru undir kr. 17.000 er 15. apríl.
Lesa meira

Lýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 - Akraneshöfn

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 23. janúar 2018 að auglýsa lýsingu á fyrirhugaðri breytingu aðal- og deiliskipulags Akraneshafnar, skv. 1. mgr. 36 gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Fiskmarkaður opnar á ný á Akranesi

Í dag var fiskmarkaður opnaður á ný á Akranesi. Fyrsti aflinn sem boðinn verður upp er afli af Eskey ÓF-80 sem gerir nú út frá Akranesi á vorvertíðinni. Fiskmarkaðurinn opnar í samstarfi við Fiskmarkað Snæfellsbæjar og verður starfræktur að Faxabraut 5.
Lesa meira

Sumarleyfi leikskólanna á árinu 2018

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 25. janúar síðastliðinn tillögu skóla- og frístundaráðs um sumarleyfi leikskóla Akraneskaupstaðar næstkomandi sumar. Samþykkt var að þeir loki í fjórar vikur og mun tímasetning ráðast af könnun sem hver og einn leikskóli mun gera meðal foreldra.
Lesa meira

Samstaða einkenndi fund um samgöngumál á Vesturlandi

„Opinn fundur um samgöngumál á Vesturlandi skorar á samgönguyfirvöld og Alþingi að bregðast tafarlaust við ótryggu og hættulegu ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi með nauðsynlegum framkvæmdum og tryggi jafnframt að tvöföldun Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum til Reykjavíkur verði lokið innan
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00