Fara í efni  

Loftgæði á Akranesi nú mælanleg með nýjum rykmæli

Í samvinnu Akraneskaupstaðar og Umhverfisstofnunar (UST) hefur verið settur upp rykmælir á Akranesi og er hann staðsettur á lóð leikskólans Teigasel. Mæligildi frá honum eru birt á 10 mínútna millibili á vefsíðunni loftgæði.is ásamt mælingum frá mörgum öðrum stöðum á landinu.
 
Með tilkomu mælisins geta bæjarbúar fengið mikilvægar upplýsingar um loftgæðin í sínu nærumhverfi og þannig gætt að heilsu sinni.
 
 
Hér fyrir neðan má lesa sér til gagns um mælikvarðana og viðmiðunarmörk:
 
Mælirinn sýnir þrjú gildi, PM1, PM2.5 og PM10. Þetta er mæling á magni svifryks undir ákveðinni kornastærð í hverri einingu andrúmslofts.
 
PM1 er tákn fyrir magn af svifryki sem er minna en 1 míkrómeter í þvermál, nefnt mjög fínt svifryk.
Hann er góður mælikvarði á gosmóðu. En ekki eru ákvörðuð sérstök heilsuverndarmörk fyrir PM1.
 
PM2.5 er tákn fyrir magn af svifryki sem er minna en 2,5 míkrómetrar í þvermál og er fínt svifryk.
Á heimasíðunni loftgæði.is má sjá upplýsingar um mælingar og niðurstöður frá öðrum mælum í samstarfi við
UST.
 
PM10 er tákn fyrir magn af svifryki sem er minna en 10 míkrómetrar í þvermál. Það er sú eining sem
oftast er í umræðunni þegar rætt er um svifryk þar sem til eru sérstök heilsuverndarmörk fyrir það.
Heilsuverndarmörk fyrir PM10 fyrir meðaltal sólarhringsins eru 50 μg/m3.
 
Viðmiðunarmörk fyrir hverja klukkustund eru gefin upp svona:
 

Hér eru svo skýringar á hvað hver litur táknar:


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00