Þjóðhátíðardagurinn í blíðskapar veðri
Hátíðahöld í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga fóru fram í blíðskaparveðri á Akranesi í dag. Dagurinn hófst á þjóðlegum morgni á Byggðasafninu í Görðum þar sem ýmislegt var í boði fyrir yngri kynslóðina og gestir prýddir þjóðbúningi fengu glaðning. Eftir hádegi fór fram hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju þar sem Halla Margrét Jónsdóttir nýstúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands flutti ávarp.
Klukkan tvö hélt skrúðganga af stað frá tónlistarskólanum áleiðis í átt að Akratorgi þar sem hátíðardagskrá tók við. Ingibjörg Pálmadóttir flutti hátíðarræðu og fjallkonan í ár, Aldís Ylfa Heimisdóttir, flutti Íslendingaljóð 17. júní 1944 eftir Jóhannes úr Kötlum. Að því búnu leiddi Kór Akraneskirkju þjóðsönginn auk nokkurra ættjarðarlaga undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar og í kjölfarið var kunngjört um val Bæjarlistamanns Akraness 2019 sem er Bjarni Skúli Ketilsson, Baski. Þá var komið að skemmtidagskrá við torgið og meðal þeirra atriða sem var boðið uppá má nefna sýningu Klifurfélags ÍA, Ronju ræningjadóttur, dansatriði frá Dansstúdíó Írisar, flutningur barnahóps á landsfrægu lagi Dúmbó og Steina Hæ hó jibbý jei undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur og dagskrá lauk með stórstjörnunni Páli Óskari Hjálmtýssyni.
Landssamband bakarameistara hannaði Lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Á landsbyggðinni var samtals boðið upp á 75 metra langa köku og voru 5 metrar af þeirri köku á boðstólnum á Akranesi en Kallabakarí sá um bakstur kökunnar.
Á meðfylgjandi myndum gefur að líta svipmyndir frá hátíðahöldum dagsins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember