Fréttir
Umsóknir um starf persónuverndarfulltrúa
20.08.2018
Akraneskaupstaður auglýsti starf persónuverndarfulltrúa laust til umsóknar í lok júní síðastliðinn með umsóknarfresti til og með 26. júlí. Umsóknir voru 12 talsins en tveir umsækjendur drógu umsókn sína tilbaka. Ráðningarferlið stendur yfir.
Lesa meira
Samið við fyrirtækið Spennt ehf. um byggingu fimleikahúss á Akranesi
16.08.2018
Mánudaginn 13. ágúst síðastliðinn var undirritaður samningur milli Akraneskaupstaðar og fyrirtækisins Spennt ehf. um byggingu fimleikahúss á Akranesi. Framkvæmir hefjast nú í ágúst og er áætluð verklok í desember 2019. Alls bárust fimm tilboð í verkið sem var opnað þann 31. maí síðastliðinn og var Spennt ehf. lægstbjóðandi með samtals 607 m.kr.
Lesa meira
Faxabraut - lokun
09.08.2018
Faxabraut verður lokuð fyrir umferð frá og með fimmtudegi 9. ágúst til og með laugardegi 11. ágúst. Umferð flutningabíla er þó heimil og skulu ökumenn sýna aðstæðum tillitsemi og fara með varúð. Lokunin er vegna þess að verktaki við niðurrif Sementsverksmiðjunnar er að skipa út brotajárni þessa daga.
Lesa meira
Skemmtiferðaskipið Le Boreal kemur til Akraness fimmtudaginn 9. ágúst
08.08.2018
Skemmtiferðaskipið Le Boreal hefur boðað komu sína til Akraness fimmtudaginn 9. ágúst næstkomandi samkvæmt fréttatilkynningu Faxaflóahafna. Skipið kemur kl. 08:00 um morguninn og fer kl. 19:00 um kvöldið.
Lesa meira
Tilnefning um umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2018
07.08.2018
Akraneskaupstaður óskar eftir tilnefningum frá íbúum fyrir umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2018 í eftirtöldum flokkum:
Lesa meira
Viðhaldsdagar í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum
01.08.2018
Vegna viðhalds í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum, verður Jaðarsbakkalaug lokuð frá mánudeginum 13. ágúst til föstudagsins 17. ágúst næstkomandi.
Lesa meira
Óskilamunir í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar
01.08.2018
Hægt verður að vitja óskilamuna í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar að Jaðarsbökkum dagana 7. - 12. ágúst næstkomandi.
Lesa meira
Uppfært - Tilkynning frá Vegagerðinni - framkvæmdir við Akrafjallsveg
17.07.2018
Uppfært 24.07.2018
Vegna veðurs hafa orðið tafir á fyrirhuguðum malbikunarframkvæmdum á Akrafjallsvegi.
Til stóð að malbikunarframkvæmdum á Akrafjallsvegi myndi ljúka á miðnætti þriðjudagsnóttirna 24.-25. júlí en ljóst er að þær tefjist og komi þær til með að standa yfir til kl. 19.00, miðvikudaginn 25. júlí.
Lesa meira
Jaðarsbakkalaug 30 ára í dag
16.07.2018
Þann 16.júlí 1988 var Jaðarsbakkalaug formlega vígð og fagnar því 30 ára afmæli í dag.
Lesa meira
Nýr skólastjóri Tónlistarskóla Akraness ráðinn
12.07.2018
Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 12. júlí síðastliðinn að ráða Jónínu Ernu Arnardóttur í starf skólastjóra Tónlistarskóla Akraness að fenginni tillögu skóla- og frístundaráðs. Staðan var auglýst í byrjun júní og voru tíu umsækjendur sem sóttu um stöðuna, einn umsækjandi dró umsókn sína tilbaka í ráðningarferlinu.
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember