Fara í efni  

Fréttir

Úthlutun styrkja úr viðhaldssjóði fasteigna

Þann 12. júní var formlega úthlutað styrkjum úr viðhaldssjóði fasteigna. Þetta er í annað sinn sem Akraneskaupstaður veitir styrki af þessum toga og í ár voru það ellefu aðilar sem fengu úthlutað styrkjum til viðhaldsverkefna. Heildarupphæð þeirra styrkja er kr. 9.100.000. Það var bæjarráð sem samþykkti þann..
Lesa meira

Skemmtileg dagskrá á Sjómannadaginn

Sunnudaginn 11. júní verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Akranesi. Dagurinn hefst með minningarstund í kirkjugarðinum og sjómannadagsmessu í Akraneskirkju. Að lokinni athöfn er lagður blómsveigur að minnismerki sjómanna á Akratorgi.
Lesa meira

Framkvæmdir í Akranesvita

Um þessar mundir sinnir Vegagerðin framkvæmdum í Akranesvita, að innan sem og að utan. Framkvæmdir hófust í lok maí og búið er að mála veggi innandyra, ljósahúsið og stigann. Á morgun er stefnt að því að vitinn verði múrkústaður að utan. Að sögn Ingvars Hreinssonar verkstjóra hafa framkvæmdir gengið vel
Lesa meira

Skemmtiferðaskipið To Callisto afboðar komu sína til Íslands

Í dag þann 7. júní 2017, barst Akraneskaupstað þær upplýsingar frá Faxaflóahöfnum að skemmtiferðaskipið To Callisto mun ekki koma til Íslands í ár. Áætlað var að To Callisto væri með 14 skipakomur þetta árið á Akranesi og 8 skipakomur í Reykjavík.
Lesa meira

Sýningin Álfabækur á bókasafni Akraness

Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Gulli Ara (Guðlaugur Arason) sýnir myndverkin sín Álfabækur á Bókasafni Akraness um þessar mundir. Sýningin opnaði föstudaginn 2. júní og verður opin alla virka daga frá kl. 12-18 út júnímánuð. Sýningin hefur farið víða um land og hefur hlotið einróma lof.
Lesa meira

Niðurstöður rannsóknar á högum og líðan nemenda á miðstigi

Á opnum fundi skóla- og frístundaráðs þriðjudaginn 30.maí síðastliðinn voru kynntar niðurstöður rannsóknar á högum og líðan nemenda í 5., 6. og 7. bekk grunnskólanna á Akranesi. Skýrslan fjallar um ýmsa þætti í lífi barnanna eins og líðan í skóla, stríðni, tölvuleikjanotkun, ástundun íþrótta og samveru með
Lesa meira

Breyting á deiliskipulagi Æðarodda

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 23. maí síðastliðinn að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Æðarodda skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarsvæðið afmarkast af reiðvegi meðfram lóðum nr. 17, 41, 43, 45 og 47 við Æðarodda til suð- austurs, mörkum náttúruverndarsvæðis til norðurs...
Lesa meira

Jaðarsbakkalaug lokuð 3. - 4. júní

Jaðarsbakkalaug er lokuð dagana 3.- 4. júní næstkomandi vegna Akranesleika Sundfélags Akraness. Þá er einnig aðeins opið til kl. 13:00 þann 2. júní. Þreksalir verða opnir meðan leikarnir standa yfir, en búningsaðstaða verður lokuð.
Lesa meira

Breytingar í A deild Brúar lífeyrissjóðs

Þann 1. júní næstkomandi verða breytingar gerðar á réttindaöflun í A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Lesa meira

Akranes keppir í úrslitaþætti Útsvars í kvöld

Í kvöld, þann 26. maí munu fulltrúar Akraness keppa við Fjarðabyggð í úrslitaþætti Útsvars. Munið að stilla yfir á RÚV kl. 20.05 og hvetja okkar fólk áfram. Vekjum athygli á því að gestir í sal eru velkomnir. Mæting er hálftíma áður en þátturinn hefst að Efstaleiti 1.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00