Fara í efni  

Fréttir

Bæjarstjórnarfundur 12. september

1259. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. september kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2017

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til aðila með starfsemi á sviði menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- eða mannúðarmála. Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Umsóknarfrestur er til og með 24. september.
Lesa meira

Lýðheilsugöngur í september á Akranesi - Komdu út að ganga!

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) eru liður í afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Bæklingi um...
Lesa meira

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautar - Þjóðbrautar

Bæjarráð Akraness í umboði bæjarstjórnar samþykkti þann 27. júlí síðastliðinn að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautar - Þjóðbrautar skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira

Yfirlýsing frá bæjarstjórn Akraness

Bæjarstjórn Akraness fagnar áformum fiskvinnslufyrirtækisins Ísfisks hf um að hefja starfsemi á Akranesi í kjölfar þess að náðst hefur samkomulag um kaup félagsins á hluta fasteigna HB Granda hf að Bárugötu 8-10 á Akranesi.
Lesa meira

Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Ritverkið er hluti af verkefninu Natura Ísland, en það snýst aðallega um að skilgreina, kortleggja útbreiðslu og meta verndargildi vistgerða, platna og dýra og tilgreina net verndarsvæða á grunni þeirrar vinnu...
Lesa meira

Vígsla pottasvæðis á Jaðarsbökkum

Laugardaginn 26. ágúst síðastliðinn var nýtt pottasvæði á Jaðarsbökkum formlega opnað. Þeir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Þórður Guðjónsson formaður skóla- og frístundaráðs vígðu svæðið með því að klippa á borða og buðu fyrstu gesti dagsins velkomna. Ókeypis var í sund alla helgina og fengu gestir ís að loknu sundi í boði Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Samningur um byggingu Guðlaugar við Langasand

Þann 22. ágúst síðastliðinn var samningur um byggingu Guðlaugar við Langasand undirritaður. Verktaki er Ístak ehf. og munu þeir taka að sér að reisa Guðlaugu á Jaðarsbökkum við Langasand samkvæmt hönnun Basalt arkitekta og Mannvits verkfræðistofu. Rafþjónusta Sigurdórs og Pípulagningaþjónustan...
Lesa meira

90 ára afmæli Bifreiðastöðvar ÞÞÞ

Bifreiðastöð ÞÞÞ fagnaði 90 ára afmæli þann 23. ágúst síðastliðinn. Af gefnu tilefni færðu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs forsvarsmönnum ÞÞÞ gjöf sem samanstóð af málverki frá Bjarna Þór og blómvendi frá Model. „Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar hefur verið...
Lesa meira

Vetraropnun í Bjarnalaug

Bjarnalaug er opin almenningi í vetur alla laugardaga milli kl 10:00 og 13:00. Fyrsta opnun verður laugardaginn 27. ágúst næstkomandi. Bjarnalaug er 12,5 m innilaug með heitum potti sem staðsettur er í laugargarði utandyra. Bjarnalaug er einstaklega skemmtileg sundlaug og til gamans má geta þess að Bjarnalaug...
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00