Fara í efni  

Fréttir

Samstarfssamningur undirritaður um Jólaævintýri í Garðalundi

Fimmtudaginn síðastliðinn var samstarfssamningur til þriggja ára undirritaður við þær Margréti Blöndal, Söru Blöndal og Hlédísi Sveinsdóttur um viðburðinn „Jólaævintýri í Garðalundi“. Markmið samningsins er að búa til vettvang þar sem fjölskyldur á Akranesi geta komið saman og átt góðar stundir á aðventunni.
Lesa meira

Kjörskrá vegna alþingiskosninga 28. október 2017

Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 28. október næstkomandi. Kjörskrá á Akranesi hefur nú verið samþykkt og lögð fram. Alls eru á kjörskránni 5.091 einstaklingar, þar af eru 2.578 karlar og 2.513 konur. Kjósendur á kjörskrá á Akranesi eru þeir sem eiga þar skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, þann 23. september 2017
Lesa meira

Samþykkt breyting á deiliskipulagi Stofnanareits - íþróttahús við Vesturgötu

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 12. september 2017 breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits, breytingin nær aðeins til lóðar Vesturgötu 120-030 þ.e. lóð Brekkubæjarskóla og íþróttahúss við Vesturgötu. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagssaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu
Lesa meira

Kynning starfshóps um framtíðarsýn Jaðarsbakkasvæðis

Nú á dögunum kynnti starfshópur um uppbyggingu Jaðarsbakkasvæðis, áfangaskýrslu um hugsanlega framtíðarsýn svæðisins. Kynningarfundinn sátu fulltrúar bæjarráðs, skóla- og frístundaráðs og skóla- og frístundasviðs og var það Þórður Guðjónsson formaður starfshópsins og formaður skóla- og frístundaráðs, sem kynnti tillögur starfshópsins.
Lesa meira

Hvert ertu að fara? Rannsókn um ferðamynstur íbúa á Akranesi

Hvert eru þið að fara til vinnu? Eru þið að ferðast langt, farið þið á bíl eða strætó eða er vinnan kannski bara í næsta húsi? Síðust tvö ár hafa verið unnin rannsóknarverkefni um allt land til að skoða ferðamynstur fólks og nú er röðin komin að Akranesi. Til þess að fá sem áreiðanlegastar upplýsingar biðjum við...
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 10. október

1261. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 10. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Barnamenning áberandi á Vökudögum í ár

Á Vökudögum í ár verður sérstök áhersla lögð á barnamenningu og af því tilefni verður sérstakur barnamenningarþráður í dagskránni.
Lesa meira

Tvískiptur sorphirðubíll – umhverfisvænni leið

Gámaþjónusta Vesturlands ehf. tók við sorphirðu á Akranesi og sorpmóttökustöð Gámu á Höfðaseli þann 1.september síðastliðinn. Að sögn Lilju Þorsteinsdóttur rekstrarstjóra Gámaþjónustu Vesturlands ehf. hefur gengið mjög vel að sinna þjónustunni „við erum svo heppin að hafa á að skipa frábæran...
Lesa meira

Hunda- og kattaeigendur athugið

Þriðjudaginn 17. október og fimmtudaginn 19. október næstkomandi verður hunda- og kattahreinsun í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það...
Lesa meira

Velheppnað íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi

Íbúaþing um farsæl efri ár var haldið á Akranesi þann 27. september síðastliðinn. Þingið fór fram í Grundaskóla og tókst það einstaklega vel. Þátttakendur þingsins voru um 90 talsins og var það Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun ehf.sem stýrði því. Markmið íbúaþingsins var að leita svara við eftirfarandi spurningum:
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00