Fara í efni  

Fréttir

Safnað fyrir Malaví í Grundaskóla

Nú á dögunum var haldinn hinn árlegi Malaví markaður Grundaskóla. Þar koma nemendur og starfsfólk skólans saman og selja alls konar muni sem þau hafa búið til og rennur öll innkoma af markaðnum óskipt í söfnun fyrir fátæk börn í Malaví.
Lesa meira

Ert þú með nýja hugmynd eða fyrirtæki í ferðaþjónustu?

Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ár hvert eru allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki valin til þátttöku og fá þau tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 12. desember

1265. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. desember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Undirritun verksamnings um niðurrif mannvirkja á Sementsreit

Verksamningur um niðurrif mannvirkja á Sementsreit var undirritaður í dag þann 5. desember. Tólf tilboð bárust í verkið og var ákveðið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Work North en tilboð þeirra hljóðaði upp á um það bil 175 m.kr. Verkkaupi er Akraneskaupstaður.
Lesa meira

Jólaljósin tendruð á Akratorgi í dag

Margt var um manninn á Akratorgi í dag þegar jólaljósin á Akratorgi voru tendruð við hátíðlega athöfn. Skólakór skipaður yngri nemendum Grundaskóla hóf athöfnina með flutningi á nokkrum jólasöngvum undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur.
Lesa meira

Aðventustemning á Akranesi um helgina

Það verður sannkölluð aðventustemning á Akranesi um helgina. Aðventutónleikar í Akranesvita klukkan 14:00 þar sem hjónin Valgerður Jónsdóttir og Þórður Sævarsson flytja létta tóna. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Jólaljósin á Akratorgi verða tendruð við hátíðlega athöfn kl. 16:30. Skólakór Grundaskóla mun flytja nokkur vel valin jólalög
Lesa meira

Gatnagerðargjöld breytast hjá Akraneskaupstað og færast nær framkvæmdakostnaði við gatnagerð

Akraneskaupstaður hefur ákveðið að færa gatnagerðargjöld og tengigjöld fráveitu nær framkvæmdakostnaði við gatnagerð. Í dag vantar um 20% til 60% upp á, til að því markmiði sé náð. Með meðaltalshækkun á gjaldskrá fyrir lóðir í Skógahverfi I og II og atvinnulóðum í Flóahverfi upp á 23% mun þessi munur verða..
Lesa meira

Líflegur fundur með bæjarstjórn unga fólksins

Þann 21. nóvember kom bæjarstjórn unga fólksins saman til fundar í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar ásamt fulltrúum bæjarstjórnar, bæjarstjóra og starfsfólki skóla- og frístundasviðs. Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar stýrði fundinum. Bæjarfulltrúar að þessu sinni voru Ísak Örn Elfarsson f.h. nemendafélags...
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 24. nóvember

1264. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Tilraunasiglingum milli Akraness og Reykjavíkur lokið í bili

Áætlunarsiglingar hófust milli Akraness og Reykjavíkur þann 19. júní síðastliðinn. Um var að ræða tilraunaverkefni sem átti að standa til sex mánaða en lauk mánuði fyrr þar sem ferjan var seld af eigendum hennar til Spánar. Sæferðir Eimskip sáu um rekstur ferjunnar
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00