Fara í efni  

Dalbrautarreitur - Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 8. október að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits norðurhluta skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið er um 1,9 ha að flatarmáli og nær yfir lóðirnar Þjóðbraut 9, 11, 13 og 13a, Dalbraut 10, 14 og 16. Gert verður ráð þriggja til fimm hæða íbúðarbyggð. Meginhluti hennar verður randbyggð umhverfis inngarð. Atvinnustarfsemi verður á þeim hluta jarðhæða Þjóðbrautar 9 og 11, sem snúa að Þjóðbraut. Lögð verður áhersla á gæði íbúða og tengsl þeirra við umhverfið, bæði göturými/almannarými og garð.

Hægt er að nálgast tillöguna á skipulagsgátt https://www.skipulagsgatt.is/issues/2023/733 og heimasíðu Akraneskaupstaðar https://www.akranes.is/is frá 9. október til 27. nóvember 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 27. nóvember 2024 í gegnum skipulagsgátt.

Sjá tillögu að breytingu    

Deiliskipulag norðurhluta   

Deiliskipulag - skýringaruppdráttur


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00