Fara í efni  

Flatahverfi - auglýsing um breytingu á aðal- og deiliskipulagi á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 10. desember 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033, deiliskipulagi Flatahverfis klasa 5 og 6 skv. 31. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin afmarkast af lóðarmörkum Innnesvegi 1. Breyting á deiliskipulagi Flatahverfis klasa 5 og 6, vegna Innnesvegar 1, felst í að breyta notkun á lóð. Heimilt verður að reka bílaþvottastöð með opnunartíma kl. 06-24.

Í aðalskipulagsbreytingu eru sett sérákvæði um VÞ-212 með heimild fyrir starfsemi bílaþvottastöð og verkstæði umfram núverandi ákvæði um verslun og þjónustu.

Breytingartillagan verður til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar og á Skipulagsgátt Skipulagsgáttin (skipulagsgatt.is) frá 5. febrúar til 25. mars 2025.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 25. mars 2025. Skila skal skriflegum athugasemdum á skipulagsgátt Skipulagsgáttin (skipulagsgatt.is)

Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar

Breyting á aðalskipulagi sjá hér

Skipulagsuppdráttur sjá hér

Skýringaruppdráttur sjá hér


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00