Fréttir
Guðlaug á Langasandi formlega opnuð almenningi
08.12.2018
Í dag þann 8. desember var Guðlaug á Langasandi formlega opnuð almenningi við hátíðlega athöfn. Fjölmennt var við opnunina og var það Ragnar Baldvin Sæmundsson formaður skipulags- og umhverfisráðs Akraness sem flutti opnunarræðu. Að loknum ræðuhöldum var ekkert eftir nema að vígja laugina og voru það fulltrúar skipulags- og umhverfisráðs,
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 11. desember
07.12.2018
undur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. desember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á www.facebook.com/akraneskaupstadur.
Lesa meira
Opið hús - kynningarfundur vegna fyrirhugaðra breytinga á aðal- og deiliskipulagi
04.12.2018
Opið hús - kynningarfundur verður fimmtudaginn 6. des. 2018 frá kl. 12.00 til 17.00 vegna fyrirhugaðra breytinga á aðal- og deiliskipulagi á eftirtöldu skipulagi:
•Aðal- og deiliskipulag Grenja hafnarsvæði H3, Bakkatúni 30-32
•Aðal- og deiliskipulag vegna Flóahverfis.
•Aðal- og deiliskipulagsbreyting vegna Smiðjuvallasvæðis.
Lesa meira
Frístundamiðstöðin Þorpið hlýtur Múrbrjótinn 2018
03.12.2018
Frístundamiðstöðin Þorpið á Akranesi og Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, þroskaþjálfi og aðjúnkt við Menntavísindasviðs HÍ hljóta Múrbrjótinn 2018 fyrir að hafa þróað tómstundastarf með margbreytilegum hópum sem byggir á samvinnu, þar sem allir geta tekið virkan þátt, tileinkað sér nýja þekkingu og öðlast ný sjónarhorn.
Lesa meira
Jólaljósin tendruð á 100 ára fullveldisafmæli Íslands
01.12.2018
Margt var um manninn á Akratorgi í dag þegar jólaljósin á Akratorgi voru tendruð við hátíðlega athöfn. Skólakór skipaður yngri nemendum Grundaskóla hóf athöfnina með flutningi á nokkrum jólasöngvum undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur.
Lesa meira
Jólalegt við Akratorg - ný jólaljós og ljósalistaverk
01.12.2018
Í ár kveikir Akraneskaupstaður á nýjum jólaljósum við miðbæjartorg Akraness. Um er að ræða jólaljós sem sett hafa verið á Landsbankahúsið svokallaða, trjágreinar í kringum Akratorg og nýtt ljósaverk sem staðsett er á grasbletti við hlið torgsins.
Lesa meira
Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum vegna uppsagna hjá Norðuráli
29.11.2018
Á fundi bæjarráðs Akraness í dag þann 29. nóvember lýsti bæjarráð yfir áhyggjum vegna uppsagna hjá Norðuráli í gærdag. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri hefur þegar sett í samband við forstjóra Norðuráls og fyrirhugað er að hann komi á næsta reglulega fund bæjarráðs í desember.
Lesa meira
Fjölmennt á Malavímarkaði í Grundaskóla
29.11.2018
Undanfarna daga og vikur hafa nemendur og starfsfólk Grundaskóla verið að undirbúa árlegan Malavímarkað sem fram fór í Grundaskóla í dag, fimmtudaginn 29. nóvember milli klukkan 11:45 og 13:00.
Lesa meira
Bólufreðinn og sultuslakur - fræðsla fyrir foreldra barna og ungmenna
26.11.2018
Í kvöld þann 26. nóvember verður fræðslufundur fyrir foreldra barna og ungmenna um misnotkun kannabis og lyfseðilsskyldra lyfja. Fundurinn verður haldinn í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness að Dalbraut 1 og hefst hann kl. 18:00.
Lesa meira
Vel heppnaður bæjarstjórnarfundur unga fólksins
26.11.2018
Þann 20. nóvember sl. var haldin bæjarstjórnarfundur unga fólksins en sex bæjarfulltrúar mættu og voru umfjöllunarefnin fjölbreytt. Fulltrúarnir fengu endurgjöf frá kosnum bæjarfulltrúum og upplýsingar um stöðu einstakra mála.
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember