Fréttir
Opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð fyrir byggingu hleðslustöðva við fjöleignarhús
29.10.2019
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 22. október sl. reglur um styrki vegna hleðslustöðva fyrir rafbíla við fjöleignarhús. Um er að ræða samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um að veita styrki til húsfélaga fjöleignarhúsa á Akranesi til kaupa, uppsetningar og tengingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla á sameiginlegum bílastæðum á lóð viðkomandi fjöleignarhúss.
Lesa meira
Hunda- og kattaeigendur athugið
29.10.2019
Seinni hunda- og kattahreinsun verður laugardaginn 2. nóvember í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi.
Lesa meira
Útvarp Akranes hlaut Menningarverðlaun Akraness 2019
24.10.2019
Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar eru veitt ár hvert í tengslum við Vökudaga og voru í dag veitt í þrettánda sinn við setningu hátíðarinnar. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum eða félagasamtökum sem hafa skarað fram úr á einhverju sviði menningar hér í bæjarfélaginu. Menningarverðlaun Akraness 2019 hlýtur Útvarp Akranes sem Sundfélag Akranes starfrækir.
Lesa meira
Vökudagar hefjast í dag
24.10.2019
Menningarhátíðin Vökudagar hefjast í dag og er þetta í 18. skipti sem hátíðin fer fram. Hátíðin verður sett formlega kl. 17:30 við opnun sýningar Silju Sifjar Engilbertsdóttur að Kirkjubraut 8 og verða Menningarverðlaun Akraness 2019 afhend við það tilefni.
Lesa meira
Ályktun bæjarstjórnar Akraness um stöðu mála í Fjölbrautarskóla Vesturlands
23.10.2019
Bæjarstjórn Akraness samþykkti svohljóðandi ályktun á fundi sínum þann 22. október síðastliðinn: Bæjarstjórnin á Akranesi lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu mála í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.
Lesa meira
Breyting á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017
21.10.2019
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraness samþykkti 24. september 2019 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017, samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í stækkun skólalóðar (stofnanalóðar) S16 til norðurs, á kostnað íbúðasvæðis Íb13 sem er minnkað til samræmis við stækkun S16.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 22. október
19.10.2019
1301. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 22. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
Vel heppnað íbúaþing um lærdómssamfélagið Akranes
09.10.2019
Þann 2. október sl. var haldið vel heppnað íbúaþing um lærdómssamfélagið Akranes. Um 120 manns mættu til þátttöku og hlýddu á erindi sem og tóku þátt í umræðum.
Lesa meira
Vetrarfrí á Akranesi - nóg um að vera fyrir alla
09.10.2019
Framundan er vetrarfrí á Akranesi og að því tilefni verður ýmis afþreying í boði fyrir fjölskylduna.
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember