Fara í efni  

Fréttir

Matjurtagarðar til leigu - breytt fyrirkomulag

Reitir í matjurtagörðum Akraneskaupstaðar eru lausir til útleigu fyrir sumarið 2019. Eins og fyrri ár verður í boði að leigja 100 fermetra reiti sem kosta kr. 4.000 og 50 fermetra reiti sem kosta kr. 2.000. Garðarnir verða tilbúnir til notkunar 25. maí næstkomandi.
Lesa meira

Röskun á opnunartíma íþróttamannvirkja þann 17. maí n.k.

Föstudaginn 17. maí er hið árlega björgunar- og skyndihjálparnámskeið starfsmanna íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar og að þeim sökum mun opnunartími íþróttamannavirkja raskast og verður opið á eftirfarandi tímum:
Lesa meira

Akraneskaupstaður auglýsir til sölu atvinnuhúsnæði við Faxabraut 3

Um er að ræða atvinnuhúsnæði við Akraneshöfn samtals 94 m² að stærð. Húsnæðið er við endabil með sérinngangi og innkeyrsludyrum og er aðkoma að húsnæðinu mjög góð. Húsnæðið er hugsað fyrir hafnsækna starfsemi og er mjög snyrtilegt að innan.
Lesa meira

Velferðar- og mannréttindasvið innleiðir hugmyndafræðina um þjónandi leiðsögn

Þann 14. maí var haldið grunnnámskeið í Þjónandi leiðsögn fyrir allt starfsfólk velferðar- og mannréttindasviðs. Námskeiðið var haldið 2x sama daginn, það fyrra frá kl. 9-12 og það seinna frá kl. 13-16.
Lesa meira

Ærslabelgurinn lokar tímabundið

Framkvæmdir eru hafnar við uppsetningu á hreystitækjum við Langasand. Sökum þess hefur ærslabelgnum verið tímabundið lokað vegna öryggisráðstafana. Reiknað er með að belgurinn opni aftur í vikulok.
Lesa meira

Íbúafundur um mótun umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar

Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar vinnur að mótun umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Að gefnu tilefni verður efnt til íbúafundar um málefnið fimmtudaginn 23. maí í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll og hefst hann kl. 17:30.
Lesa meira

Samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Grammateks ehf. um þróun sjálfvirkrar spurningasvörunar á heimasíðu kaupstaðarins

Nýverið fékk samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar og Grammateks ehf. myndarlegan styrk frá Rannís, úr Markáætlun í tungu og tækni. Markmið verkefnisins er að þróa frumgerð hugbúnaðar til sjálfvirkrar spurningasvörunar í gegnum heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Frístundamiðstöðin við Garðavöll formlega opnuð við hátíðlega athöfn

Það var afar hátíðlegt í dag þann 11. maí þegar bæjarfulltrúar, bæjarstjóri, stjórn Golfklúbbsins Leynis og fulltrúar frá Íþróttabandalagi Akraness klipptu á borða við nýja frístundamiðstöð á Akranesi.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 14. maí

1294. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

Nýr aðstoðarskólastjóri Brekkubæjarskóla

Staða aðstoðarskólastjóra við Brekkubæjarskóla var auglýst til umsóknar í lok mars og sóttu 9 manns um stöðuna, en einn dró umsóknina til baka. Ákveðið var að ráða Elsu Láru Arnardóttur í stöðuna, en hún er nú starfandi umsjónarkennari við skólann.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00