Fréttir
Bæjarstjórnarfundur 28. janúar
24.01.2020
1306. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 28. janúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin.
Lesa meira
Fjölmennt á íbúaþingi um atvinnulíf á Akranesi
23.01.2020
Akraneskaupstaður í samstarfi við KPMG stóð fyrir íbúaþingi í gær þann 22. janúar 2020 á Garðavöllum. Þingið fjallaði almennt um atvinnulíf á Akranesi með áherslu á uppbyggingu á Breið og nágrenni þess.
Lesa meira
Verkefni öldungaráðs Akraness á liðnu ári
23.01.2020
Öldungaráð Akraness hélt sinn fyrsta fund í apríl 2019. Ráðið hefur haldið sjö fundi ásamt því að taka þátt í ýmsum viðburðum er tengjast málefnum eldra fólks.
Lesa meira
Innritun í leikskóla og sumarleyfi leikskólanna 2020
22.01.2020
Skóla- og frístundaráð samþykkti að börnum fæddum 1. maí 2018 - 31. maí 2019 verði boðið leikskólapláss skólaárið 2020-2021 og mun innritun fara fram í byrjun mars. Einnig var samþykkt að sumarleyfi leikskólanna verði 4 vikur og að leikskólarnir leggi fram tillögu að lokunartíma að lokinni framkvæmd skoðunarkönnunar meðal foreldra og að höfðu samráði við starfsmenn sína.
Lesa meira
Álagning fasteignagjalda ársins 2020
21.01.2020
Álagningu fasteignagjalda á Akranesi fyrir árið 2020 er nú lokið. Greiðsluseðlar vegna fyrsta gjalddaga hafa verið gefnir út. Gjalddagar fasteignagjalda sem eru umfram kr. 25.000 fyrir árið 2020 eru 15. hvers mánaðar frá janúar til og með október. Gjalddagi fasteignagjalda sem eru undir kr. 25.000 er 15. apríl. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Lesa meira
Jens Heiðar nýr slökkviliðsstjóri slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar
15.01.2020
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 14. janúar síðastliðinn var samþykkt einróma að ráða Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóra slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Lesa meira
Arnardalur fagnar 40 ára afmæli
14.01.2020
Félagsmiðstöðin Arnardalur fagnaði 40 ára afmæli þann 12. janúar síðastliðnum en félagsmiðstöðin er elsta einingin í frístundamiðstöðinni Þorpinu. Haldið verður upp á áfangann með ýmsum viðburðum á árinu.
Lesa meira
Íbúaþing um atvinnulíf á Akranesi
13.01.2020
Akraneskaupstaður efnir til íbúaþings þar sem atvinnulíf á Akranesi verður til umræðu. Markmið þingsins er að fá íbúa og fyrirtækjaeigendur að borði og ræða uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi með sérstakri áherslu á Breið og nágrenni, í samstarfi við Brim og fleiri fyrirtæki.
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 14. janúar
10.01.2020
1305. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. janúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember