Fréttir
Nýtt fimleikahús reist á Vesturgötu
17.03.2017
Meirihluti fulltrúa bæjarráðs Akraness samþykkti á fundi sínum þann 16. mars síðastliðinn að fimleikahús verði reist við Íþróttahúsið á Vesturgötu og vísuðu ákvörðun ráðsins til samþykktar í bæjarstjórn. Fyrir lágu umsagnir skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs og var meirihluti fulltrúa þeirra ráða samþykkur staðsetningunni.
Lesa meira
Samþykkt breyting á deiliskipulagi fyrir Breiðarsvæði – Breiðargata 8, 8A og 8B
17.03.2017
Skipulagsmál
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 28. febrúar 2017 breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis vegna Breiðargötu 8, 8A og 8B. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagssaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar.
Lesa meira
Svæðistónleikar Nótunnar 2017 í Tónbergi
16.03.2017
Svæðistónleikar Nótunnar 2017 fyrir Vesturland og Vestfirði verða haldnir í Tónbergi laugardaginn 18. mars kl. 14.
Lesa meira
Írskir vetrardagar fara fram 16.-18. mars
15.03.2017
Írskir vetrardagar verða haldnir 16.-18. mars næstkomandi í annað sinn.
Lesa meira
Akraneskaupstaður fær styrkveitingu fyrir Guðlaugu
15.03.2017
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur veitt Akraneskaupstað styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða samtals 30 milljónir króna vegna verkefnisins „Guðlaug við Langasand“.
Lesa meira
Sumarstörf við almennt viðhald og umhirðu á opnum svæðum
14.03.2017
Akraneskaupstaður auglýsir eftir verkstjóra og starfsfólki við almennt viðhald, umhirðu og framkvæmdir opinna svæða í umsjón Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
Sævar Freyr Þráinsson ráðinn bæjarstjóri á Akranesi
14.03.2017
Á lokuðum fundi bæjarstjórnar Akraness þann 28. febrúar síðastliðinn var samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Sævar Frey Þráinsson um starf bæjarstjóra á Akranesi. Sævar tekur við starfinu af Regínu Ásvaldsdóttur sem nýlega var ráðin sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Lesa meira
Góugleði Hestamannafélagsins Dreyra
11.03.2017
Hestamannafélagið Dreyri stefnir á að fara í hópreið frá Æðarodda í dag þann 11. mars og ríða niður að Stillholti í tilefni Góugleðar og 70 ára afmæli félagsins en félagið var stofnað þann 1. maí árið 1947. Lagt verður af stað frá Æðarodda kl. 13 og riðið sjávarmegin meðfram tjaldsvæðinu, inn á Ægisbraut, síðan...
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 14. mars
10.03.2017
1250. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira
Þórður formaður skóla- og frístundaráðs
07.03.2017
Þórður Guðjónsson var kjörinn formaður skóla- og frístundaráðs Akraness á síðasta fundi bæjarstjórnar, þann 28. febrúar síðastliðinn. Þórður kom nýr inn í bæjarstjórn um áramót þegar Valdís Eyjólfsdóttir fór í leyfi.
Lesa meira
Fréttir
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember